Stálsmíði

Verkefni stálsmiða felast í ýmis konar málmsmíði svo sem við stálskipasmíði, mannvirkjasmíði eða smíði véla og vélahluta. Málmsuða er stór hluti starfs stálsmiða og er í raun sérsvið innan greinarinnar.

Starfið getur verið afar fjölbreytt og mikilvægt að hafa góða þekkingu á mismunandi smíðamálmum og þeim fjölbreyttu verkfærum og vélum sem unnið er með. Þá fylgja starfinu strangar öryggiskröfur sem afar mikilvægt er að fara eftir.

Stálsmíði er löggilt iðngrein.

Nám

Um fjögur ár, fimm annir í skóla ásamt starfsþjálfun þar sem fylgt er rafrænni ferilbók sem heldur utan um framvindu vinnustaðanámsins.

Fróðlegt

Þar sem stál þenst út við hita er Effelturninn í París um 15 cm hærri á sumrin en veturnar!

Fáðu meiri upplýsingar um nám í Stálsmíði á heimasíðu Næsta skrefs