Pípulagnir

Pípulagnir gætu hentað útsjónarsömum dugnaðarforkum sem hafa gaman af kerfum sem virka. Pípari setur upp og sér um viðhald á pípulögnum og tengdum búnaði innan húss og utan.

Í náminu er áhersla lögð á lagningu hita-, neysluvatns- og frárennsliskerfa, uppsetningu tækja og búnaðar auk viðhaldsvinnu.

Pípulagnir eru löggilt iðngrein.

Nám

Um fjögur ár, fjórar annir í skóla ásamt starfsþjálfun þar sem fylgt er rafrænni ferilbók sem heldur utan um framvindu vinnustaðanámsins.

Fróðlegt

Albert Einstein sagðist myndu vilja verða pípari ef hann gæti valið starfsferil!

Fáðu meiri upplýsingar um nám í Pípulagnir á heimasíðu Næsta skrefs