Húsgagnasmíði

Húsgagnasmíði er áhugavert starf fyrir handlagið, skapandi og hugmyndaríkt fólk sem hefur gaman að smíðavinnu.

Húsgagnasmiðir smíða húsgögn og innréttingar auk þess að sinna viðgerðum og viðhaldi á alls kyns tréhlutum.

Í náminu er áhersla lögð á fjölbreytt viðfangsefni sem tengjast smíðum og viðgerðum á húsgögnum og innréttingum. Einnig er talsvert fjallað um hönnun, efnisfræði og margskonar sérsmíði.
​Húsgagnasmíði er löggilt iðngrein.

Nám

Um fjögur ár, fimm annir í skóla ásamt vinnustaðanámi.

Fróðlegt

Skákborðið sem Ficher og Spassky notuðu í „Einvígi aldarinnar” árið 1972 er íslensk smíði!

Fáðu meiri upplýsingar um nám í Húsgagnasmíði á heimasíðu Næsta skrefs