Bílamálun

Bílamálarar starfa á bíla- og réttingaverkstæðum. Vinna þeirra snýst um að sprauta og mála bíla ásamt því að gera við skemmda plasthluta bifreiða. Bílasprautun krefst talsverðrar undirbúningsvinnu sem felst meðal annars í að hreinsa burt óhreinindi af yfirborði bílanna og ryðverja. Dæmi um sérgreinar í námi bílamálara eru efnisfræði, litafræði, teikning og hönnun og verkstæðisfræði.

Bílamálun er löggilt iðngrein.

Nám

Um þrjú ár, grunnnám og sérgreinar í skóla, ásamt starfsþjálfun þar sem fylgt er rafrænni ferilbók sem heldur utan um framvindu vinnustaðanámsins.

Fróðlegt

Henry Ford sagðist bjóða alla liti á Fordbifreiðar svo lengi sem það væri svart!

Fáðu meiri upplýsingar um nám í Bílamálun á heimasíðu Næsta skrefs