Bílgreinar

Löggiltar iðngreinar eru þrjár; bifreiðasmíði, bifvélavirkjun og bílamálun. Að eins árs grunnnámi loknu taka við sérgreinar sem kenndar hafa verið í lotum, eitt viðfangsefni tekið fyrir í einu og því lokið áður en hafist er handa við næsta. Alltaf má bæta við sig bóknámsgreinum og ljúka stúdentsprófi.

Á Íslandi eru yfir 800 fyrirtæki í tengslum við bílgreinar og starfa þar tæplega fjögur þúsund manns. Flestir vinna við viðhald, viðgerðir og sölu á bifreiðum og ökutækjum.

Ljóst er að áhugaverðir tímar eru framundan innan bílgreina því þó svo að þróunin hafi verið hröð undanfarin ár er því spáð að gríðarlegar breytingar muni eiga sér stað í greinunum næsta áratuginn meðal annars vegna nýrra orkugjafa, sjálfkeyrandi bíla og annarar tækni sem bylta mun samskiptum ökumanns, bifreiðar og umhverfis.

Ekki að finna það sem þú ert að leita að?

Lauk sveinsprófi í veggfóðrun og dúkalögn 2023
Ingunn Björnsdóttir
Klæðskeri
Elín Pálsdóttir (2021)
Húsasmiður
Númi Kárason (2019)
Bakari
Þórey Lovísa Sigurmundsdóttir (2019)
Vél- og rafvirki - og nemi í tölvunarfræði
Daníel Guðjónsson (2022)
Grafískur miðlari
Björk Marie Villacorta (2020)