Hársnyrtiiðn

Hársnyrtiiðn er fjölbreytt starf fyrir fólk sem fylgist vel með straumum og stefnum í tísku, kann vel við að vera í samskiptum við aðra og líkar að vinna með höndnum.

Í starfinu felst að taka ákvarðanir í samáði við viðskiptavini, þvo hár, klippa, lita og greiða auk þess að gefa góð ráð um meðferð hársins og notkun á hársnyrtivörum.

Hársnyrting er löggilt iðngrein.

Nám

Um fjögur ár, sex annir í skóla ásamt starfsþjálfun þar sem fylgt er rafrænni ferilbók sem heldur utan um framvindu vinnustaðanámsins.

Fróðlegt

1% mannkyns er rauðhært, 2% ljóshært en hellingur dökkhærður!

Fáðu meiri upplýsingar um nám í Hársnyrtiiðn á heimasíðu Næsta skrefs