Bókband

Bókband snýst um frágang á prentuðu efni, hvort tveggja eldri aðferðir líkt og að sauma bækur saman í höndunum og þær nútímalegri að vinna við stórar tölvustýrðar bókbandsvélar.

Bókbindarar vinna náið með prenturum í tengslum við hönnun á útliti bóka, frágang á prentuðu efni og vali á bókagerðarefni.

Bókband er löggilt iðngrein.

Nám

Fjórar annir í skóla, ásamt starfsþjálfun þar sem fylgt er rafrænni ferilbók sem heldur utan um framvindu vinnustaðanámsins.

Skólar

Fróðlegt

Bókband dregur nafn sitt af því að upphaflega voru blaðsíðurnar bókstaflega bundnar saman!

Fáðu meiri upplýsingar um nám í Bókband á heimasíðu Næsta skrefs